Mið-Ísland

Mið-Ísland er íslenskur uppistandshópur en meðlimir hans eru Ari Eldjárn, Bergur Ebbi Benediktsson, Björn Bragi Arnarsson, Dóri DNA og Jóhann Alfreð Kristinsson.

Mið-Ísland var stofnað árið 2009 og hélt fyrstu uppistöndin á stöðum á borð við Prikinu og Batteríinu áður en hópurinn festi rætur í Þjóðleikhúskjallaranum. Mið-Ísland stóð fyrir geysivinsælum uppistandssýningum í Þjóðleikhúskjallaranum og á árunum 2013–2019 mættu á bilinu 10–15 þúsund gestir á vetri að sjá sýningar hópsins. Auk þess hélt Mið-Ísland sýningar víða um land og í Kaupmannahöfn á þessum árum.

Í seinni tíð hafa allir meðlimir hópsins haldið vinsælar sólósýningar en auk þess hafa þeir troðið upp saman í uppistandinu Púðursykri í Sykursalnum.