Mexíkóska kvennalandsliðið í knattspyrnu

Mexíkóska kvennalandsliðið í knattspyrnu
GælunafnEl Tri Femenil, La Tri
ÍþróttasambandMexíkóska knattspyrnusambandið
ÁlfusambandCONCACAF
ÞjálfariPedro López
FyrirliðiRebeca Bernal
Most capsMaribel Domínguez (116)
MarkahæsturMaribel Domínguez (86)
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
29 (14. júní 2024)
21 (des. 2011)
36 (ágúst 2022; ágúst 2023)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
9-0 á móti Austurríki, 6. júlí 1970.
Stærsti sigur
11-0 á móti Anguilla, 9. apríl 2022
Mesta tap
0-12 á móti Bandaríkjunum, 18. apríl 1991

Mexíkóska kvennalandsliðið í knattspyrnu (spænska: Selección Nacional de México Femenil)) er fulltrúi Mexíkó á alþjóðlegum vettvangi. Mexíkóar voru frumherjar í knattspyrnu kvenna áður en FIFA viðurkenndi slíka keppni og tók upp á arma sína. Þannig unnu Mexíkóar til verðlauna í óopinberum heimsmeistaramótum á áttunda áratugnum. Í seinni tíð hefur landsliðið staðið í skugga öflugari nágranna sinna í norðrinu, en hefur þó í þrígang keppt í úrslitakeppni HM, en aldrei náð að vinna leik.

Frumkvöðlar í knattspyrnu kvenna

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA var lengi tregt til að viðurkenna knattspyrnu kvenna innan sinna vébanda og víða um lönd höfðu yfirvöld knattspyrnumála beinlínist reynt að berja niður tilraunir til slíkrar iðkunar. Á sjötta áratugnum fóru knattspyrnukonur í Argentínu og Kosta Ríka að láta á sér kræla ferðuðust víða um rómönsku ameríku. Óopinbert landslið Kosta Ríka varði hálfu ári í keppnisferð í Mexíkó árið 1963 og ýtti undir áhuga heimakvenna.

Sumarið 1970 var óopinber heimsmeistarakeppni kvenna haldin á Ítalíu með þátttöku Mexíkó og sjö evrópskra liða. Mexíkó tapaði naumlega fyrir heimakonum í undanúrslitum en sigraði því næst Englendinga í leiknum um bronsið.

Árið eftir var Mexíkó í hlutverki gestgjafa keppninnar, en velheppnaðir Ólympíuleikar 1968 og HM karla árið áður höfðu kveikt áhuga Mexíkóa á að skipuleggja stórmót til að nýta innviði. Leikir keppninnar drógu að sér áhorfendafjölda sem aldrei áður hafði sést í knattspyrnu kvenna, þannig fylgdust meira en 110 þúsund manns með úrslitaleiknum þar sem Danir unnu heimakonur 3:0. Það teljist aðsóknarmet á knattspyrnuleik kvenna enn í dag ef FIFA fengist til að viðurkenna leikinn.