Merki Hong Kong var tekið upp árið 1997 eftir að Alþýðulýðveldið Kína tók við stjórn sérstjórnarhéraðsins Hong Kong. Merkið er eins og fáni Hong Kong, með orkídeu í miðjum hring en umhverfis hringinn er nafn héraðsins „Hong Kong“ ritað með hefðbundnum kínverskum táknum og latínuletri.