Melville-skagi

Melville-skagi liggur norðan Hudson-flóa í Kanada, að stærð um 65.000 km².

Hann heitir eftir George Melville (1841-1912).

Eystri hlið skagans var kortlögð 1821 -3 af William Edward Parry. Frá 1999 hefur svæðið verið skilgreint sem hluti af Nunavut-fylki í Kanada, en var áður í Franklin-District.

Engir stórir bæir eru á skaganum en stærstu smábæir eru Naujaat og Sanirajak. Smáþorpið Igloolik er staðsett á eyju stutt norðvestur af skaganum og við það Igloolik-flugvöllur.