Mars var rómverskur guð hernaðar, sonur Júnóar og Júpiters eða töfrablóms. Upphaflega var Mars guð frjósemi og jarðargróðurs og verndari búfénaðar og akra. Er því leitt að því líkum að Mars sé latnesk/rómversk stæling á frjósemsisguði Etrúra, Maris. Líklega varð Mars stríðsguð sem heitið var á í hernaði með vaxandi útþenslu Rómaveldis. Þá var Mars líkt við gríska guðinn Ares. Samkvæmt goðsögninni var Mars faðir Rómúlusar stofnanda Rómar og töldu Rómverjar sig vera afkomendur guðsins Mars. Mars var þekktur sem rauði guðinn.
Átrúnaður
Ólíkt hinum gríska Aresi var átrúnaður á Mars algengur í Rómarveldi, mun algengari en tíðkaðist með aðra guði Rómverja. Mars var einn þriggja helstu guða Rómverja ásamt Júpíter og Quirinusi (Janusi). Með hliðsjón af þýðingu hans fyrir landbúnaðinn gnæfði Mars yfir vormánuðum sem og uppskeruhátíðum. Í stríðsrekstri voru Mars færðar fórnir fyrir upphaf átaka.
Veislur voru haldnar Mars til heiðurs í febrúar, mars (sem nefndur er eftir guðinum) og október.
Hof
Helsta hof sem tileinkað var guðinum var Mars Gradivus norðaustan við Via Appia. Nágrenni hofsins varð þekkt sem ad Martis. Rómverski herinn safnaðist saman við hofið þegar haldið var í hernað og hofið var hlaðið lofi þegar heim var snúið úr farsælli herferð.
Áhrif
Nafn marsmánaðar er dregið af nafni guðsins. Því þótti marsmánuður hentugur til hernaðar.
Fjórða reikistjarna sólkerfisins, sú rauða, er nefnd eftir guðinum. Karlkyn og reikistjarnan eru táknuð með sama tákni, tákni guðsins Mars.
Í mörgum rómönskum málum draga þriðjudagar nafn sitt af guðnum.