Magnari

Magnari er aðferð eða tæki sem eykur styrk merkis, þannig að aðrir eiginleikar merkisins breytis sem minnst. Merkið er bylgja, t.d. rafstraumur eða ljós og magnarinn eykur þá sveifluvídd, þ.e afl merkisins, án þess að breyta bylgjuforminu að ráði.

Yfirfærslufall H línulegs magnara er línulegur virki, skilgreindur með jöfnunni:

Y(ω) = H(ω)X(ω)

þar sem X er innmerki, Y útmerki og ω er horntíðni merkisins.

Fullkominn magnari myndi aðeins auka afl bylgjunnar, án þess að breyta henni á nokkurn annan hátt og væri því línulegur, þ.e. útmerkið yrði því nákvæm eftirmynd af innmerkinu. Enginn raunverulegur magnari er fullkomlega línulegur og hefur því bjögun, sem er þó hverfandi tíðnisviði bestu magnaranna. Allir raunverulegir magnarar hafa suð, sem er óreglulegt, veikt útmerki Y, þegar innmerki X er núll.

Helstu kennitölur magnara

  • Afl: Er mesta mögulega afl útmerkis. Mælieining: Vatt.
  • Aflnotkun: Er afl raforkunnar, sem magnarinn notar í vinnslu: Vatt
  • Bandvídd: Er það tíðnibil, sem mögnun fellur um 3 dB. Mælieining: herts
  • Merki-/suðhlutfall (M/S-hlutfall): Er logrinn af hlutfalli afls merkis og afls suðs sinnum 10, þ.e. 10log(Pmerki/Psuð). Mælieining: dB.
  • Mögnun: Er logrinn af hlutfalli afls útmerkis og innmerkis margfaldað með 10, þ.e. 10log(Pút/Pinn).
  • Tíðnisvið: Er tíðnibil, sem magnari magnar innmerki með bjögun, sem er innan tiltekinna marka. Mælieining: herts

Rafeindamagnari

Grundvallareiningar eru: formagnari, aflmagnara, sía og aflgjafi. Eru flokkaðir í A, B, AB, C eða D, eftir þeirri aðferð sem notuð er við að magna merkið.