Magnús Einarsson var íslenskur bóndi á 19. öld. Hann fæddist 23. júlí 1809 í Kollafjarðarnesi á Ströndum, sonur Einars Jónssonar dannebrogsmanns, á Kollafjarðarnesi. (f. 9. júlí 1754, d. 6. desember 1845) og konu hans Þórdísar Guðmundsdóttur (f. um 1777, d. 31. júlí 1861). Tvíburabróðir Magnúsar var Ásgeir Einarsson alþingismaður og annar bróðir Torfi Einarsson alþingismaður.
Magnús braust úr sárri fátækt í álnir og gerðist stórbóndi á Hvilft í Önundarfirði. í Strandasýslu. Hann dó 27. maí 1870.
Magnús var helsti stuðningsmaður Jóns forseta á Vestfjörðum og var jafnframt varamaður hans sem alþingismaður fyrstu árin. Á þessum árum var enn mikilvægara en nú að hafa góða stuðningsmenn heima í héraði, því í þessum fyrstu kosningum til Alþingis var Jón Sigurðsson úti í Kaupmannahöfn og þurfti því alfarið að treysta á menn heima í héraði. Í skrifum Lúðvíks Kristjánssonar, fræðimanns eftir hans miklu rannsóknir, er berlega ljóst að Magnús á Hvilft er maðurinn sem Íslendingar eiga að þakka hina traustu forystu í baklandi Jóns á Vestfjörðum og gaf honum undirstöðu til sinnar kröftugu sjálfstæðisbaráttu.
Þess má geta að í Hrafnseyrarnefnd sat einn afkomanda Magnúsar, Gunnlaugur Finnsson, bóndi og f.v. alþingismaður á Hvilft, Önundarfirði.