Magasafi

Magasafi er vökvi sem myndast í maganum sem inniheldur meðal annars saltsýru (HCl), kalíumklóríð (KCl) og natríumklóríð (NaCl). Í magasafa eru einnig meltingarensím sem brýtur prótínkeðjur og fitusameindir niður.[1] Frumur í innra byrði magans framleiða magasafa en framleiðslan eykst þegar aukins magns magasafa er krafist. Aðrar magafrumur framleiða basa til að halda sýrustigi magans í jafnvægi. Sömu frumurnar gefa frá sér slím sem ver magann fyrir súra safanum. Einnig gefur brisið frá sér tvíkarbónat til að hlutleysa magasafa sem rennur í smáþarminn.

Bakflæði magasafans upp um magaopið í vélindað getur valdið brjóstsviða.

Heimildir

  1. Svar við „Hvað gerir maginn?“ á Vísindavefnum. Sótt 11. maí 2017.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.