M-10001 var járnbrautarlest smíðuð af Pullman Company með díselvél sem var smíðuð af General Motors. Þetta var önnur straumlínulöguð lest Union Pacific Railroad á eftir M-10000. Lestin var afhent árið 1934 og var í notkun til 1942. Hún setti hraðamet sem enn stendur í lestarferð milli stranda í Bandaríkjunum, 57 tíma, frá Los Angeles til New York-borgar.