Lúdó og Stefán - Lúdó og Stefán er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1976. Á henni syngur Lúdó og Stefán dægurlög. Jón Sigurðsson útsetti og stjórnaði hljóðfæraleik við hljóðritun. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður var Sigurður Árnason, sem jafnframt annaðist hljóðblöndun ásamt Lúdó og Stefáni.
Lagalisti
Gudda Jóns - Lag - texti: Hank Williams — Þorsteinn Eggertsson - Stefán Jónsson syngur
Átján rauðar rósir - Lag - texti: Bobby Darin — Iðunn Steinsdóttir - Stefán og Berti syngja
Nóaflóðið - Lag - texti: Harry Warren — Ómar Ragnarsson - Berti Möller svngur
Gullið á Raufarhöfn - Lag - texti: Fats Domino — Þorsteinn Eggertsson - Stefán syngur
Vertu sæl, María - Lag - texti: Gene Pitney — Jónas Friðrik - Stefán og Berti syngja
Ég er glataður án þín - Lag - texti: Paul Anka — Ómar Ragnarsson - Stefán syngur
Ólsen-Ólsen - Lag - texti: K. Manr./D. Appel — Þorsteinn Eggertsson - Stefán syngur
Gunni og gítarinn - Lag - texti: H Creamer/J. T. Iayton — Berti Möller - Berti syngur
Í bláberjalaut - Lag - texti: A. L. Lewis/L. Stock/V. Rose — Ólafur Gaukur - Stefán syngur
Úti í garði - Lag - texti: Ledbetter — Hinrik Bjarnason - Stefán og Berti syngja
Þú ferð - Lag - texti: G. Boulanger — Berti Möller - Berti Möller syngur
Halló, Akureyri - Lag - texti: J. Leiber — Ómar Ragnarsson - Stefán syngur
Textabrot af bakhlið plötuumslags
Þegar að Lúdó og Stefán komu saman á nýjan leik í sjónvarpsþætti snemma á árinu 1974 þá skaut þeirri hugmynd upp, að gaman væri að fá þá til að leika inn á plötu vinsælustu lögin frá blómaskeiði hljómsveitarinnar. Af þessu hefur nú orðið. Á þessari plötu er að finna mörg vinsælustu laganna frá árunum 1959—65 og eru þau öll með nýjum íslenzkum textum (að undanskyldu Vertu sæl, María). Lúdó og Stefán á þessari plötu eru þeir Stefán Jónsson, söngvari; Elfar Berg, píanó; Hans Kragh Júlíusson, trommur og Berti Möller, bassi og söngur, auk þessa eru í hinum ýmsu lögum, Baldur Arngrímsson, gítar; Þorleifur Gíslason, tenór-saxófónn og Rúnar Georgsson, tenór-saxófónn en þeir voru allir meðlimir Lúdó á sínum tíma. Auk þess leikur Helgi Guðmundsson á munnhörpu í laginu Úti í garði. Sigurður Rúnar Jónsson leikur á fiðlu í Vertu sæl, María. Nokkrir blásturs- og strengjahljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands aðstoða einnig í nokkrum lögum. Jón Sigurðsson útsetti og stjórnaði hljóðfæraleik við hljóðritun, en hann útsetti einmitt og stjórnaði æfingum hjá Lúdó þegar hljómsveitin lék í Þórscafé síðustu árin og var meira að segja bassaleikari í Lúdó um nokkurra mánaða skeið. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum komu ýmsir hljóðfæraleikarar við sögu í Lúdó og þeir voru reyndar enn fleiri þó ekki birtist myndir af þeim öllum. Lúdó og Stefán störfuðu saman frá 1959 allt fram til 1968 þegar að hljómsveitin hætti. En síðan tóku þeir Elvar, Hans, Berti og Stefán upp þráðinn að nýju um 1973 og hafa leikið í Átthagasal að Hótel Sögu á veturna við miklar vinsældir allra er þangað hafa komið.