Fjölskylda Alcott átti í fjárlagsvandræðum og hún þurfti að vinna frá unga aldri, en fékk útrás fyrir sköpunarþörfina í skrifum. Skrif hennar tóku að vekja athygli á 7. áratug 19. aldar, en í upphafi notaðist hún við ýmis dulnefni, eins og til dæmis A. M. Barnard, sem hún notaði á æsisögur fyrir fullorðna um ástir og hefnd.[3]
Skáldsagan Yngismeyjar kom út 1868. Hún gerist á heimili Alcott-fjölskyldunnar, Orchard House í Concord Massachusetts, og byggist á æskuárum Alcotts og þriggja systra hennar, Abigail May Alcott Nieriker, Elizabeth Sewall Alcott og Anna Alcott Pratt. Skáldsögunni var vel tekið og hún er enn vinsæl í dag, bæði meðal barna og fullorðinna. Hún hefur verið sett upp nokkrum sinnum fyrir leiksvið, sjónvarp og í kvikmyndum.
Alcott studdi afnám þrælahalds og kvenréttindi. Hún giftist aldrei en var virk í umbótahreyfingum eins og bindindishreyfingunni og baráttuhreyfingum fyrir kosningarétti kvenna.[4] Hún fékk slag og lést tveimur dögum á eftir föður sínum, í Boston 6. mars 1888.