Listi yfir erlend orð í tónfræði
Þetta er listi yfir erlend orð sem að eru líklega til að koma fyrir í erlendum tónverkum. Flest þeirra eru hugtök á ítölsku og eru stundum frábrugðin nútímamerkingu orðana. Flest hina orðana koma úr frönsku og þýsku. Önnur orð koma frá latínu og spænsku. Nafnorð í þýsku eru alltaf rituð með stórum upphafsstaf.
ít = Ítalska, fr = Franska, þ = Þýska, la = Latína, en = Enska
A
- a (ít) á (fr) – að, til, við, líkt og
- aber (þ) – en
- a bene placido (ít) – að vild flytjenda
- accelerando, accel. (ít) – auka hraða smám saman
- accentato (ít) – með áherslu
- acciaccatura (ít) – skreytitákn; stutt forslag
- accompagnato (ít) – fylgt, spilað undir; undirleikarinn fylgir flytjandanum sem að má breytta hraðanum að vild
- a cappella (ít) – án undirleiks hljóðfæra (í kórtónlist)
- a capriccio (ít) – hraði og túlkun að vali flytjenda
- adagietto (ít) – frekar hægt (hraðar en adagio)
- adagio (ít) – afslappað; hægt
- a due, a2 (ít), à deux, à2 (fr) – fyrir tvo flytendur eða hljóðfæri; báðir leika
- ad libitum, ad lib (la) – hraðir og styrkur að vild flytjenda, þýðir að sleppa megi hljóðfæri
- affettuoso, affettuosamente, (ít) affectueusement (fr) – elskulega, ástúðlega, með tilfinningu
- affrettando, affret. (ít) – með vaxandi hraða eða flýti
- agile (ít) – snögglega
- agitato (ít) – órólega, með ákafa
- air (en) – hægur, söngrænn dans; sönglag
- al, alla (ít) – til; í sama stíl og
- al fine (ít) – til enda
- alla breve (ít) – hraður taktur með hálfnótu í slagi
- alla marcia (ít) – í mars stíl
- allargando (ít) - breikkandi: smám saman hægar og aðeins sterkar
- allegretto (ít) – allgreitt; ekki eins hratt og allegro
- allegro (ít) – hratt
- als (þ) – en, heldur en
- alt (ít) – hátt (í tónhæð)
- altissimo (ít) – mjög hátt
- alto (ít) – hátt (á oft við um rödd)
- am Steg (þ) – við brúna (á strengjahljóðfæri)
- amabile (ít) – þægilega, elskulega
- amore (ít), amour (fr), amor (sp) – ást
- amorosa (ít) – ástúðlega
- andante (ít) – rólegur gönguhraði
- andantino (ít) – aðeins hraðar en andante
- anima (ít) – sál, tilfinning
- animando (ít) – líflegar, fjörlegar
- animato (ít), animé (fr) – líflega
- apaisé (fr) – rólegar, hægar
- a piacere (ít) – að vild; flytjandi þarf ekki að fylgja gefnum hryn nákvæmlega
- appassionato (ít) – ástríðufullt; með ástríðu
- appoggiatura (ít) – stutt forslag
- a prima vista (ít) – við fyrstu sýn; þýðir að spila eitthvað í fyrsta skipti sem litið er á nótnablaðið
- arco (ít) – leikið með boga, fyrirmæli eftir pizzicato
- arietta (ít) – er stutt aría
- arpeggio (ít) – hörpuhljómur: nótur leiknar hver af annarri
- assai (ít) – mjög, afar
- assez (fr) – fremur, nægilega
- a tempo (ít) – sami hraði og áður (fyrir hraðabreytingu)
- atonal (en) – ekki í tóntegund
- attacca (ít) – halda strax áfram (í næsta kafla)
- augmented, aug. (en) – stækkað (tónbil/hljómur)
- Ausdruck (þ) – tilfinning
- ausdrucksvoll (þ) – tilfinningalega
- avec (fr) – með
B
- barbaro (ít) – villimannslega
- basso continuo (ít) – endurtekinn bassi
- beat (en) – taktur
- bellicoso (ít) – árásargjarnt
- bel canto (ít) – ítalskur söngur; fagursöngur
- ben, bene (ít) – vel, mjög
- bestimmt (þ) – ákveðið
- bewegt (þ) – með hreyfingu, með ákafa
- bis (ít) – tvisvar
- bisbigliando (ít) – hvísl
- bocca chiusa (ít) – sungið með lokuðum munni
- bouche fermeé (fr) – sungið með lokuðum munni
- bravura (ít) – glæsilega, af leikni
- breit (þ) – breitt
- breve, brevis (ít) – jafngildi tveggja heilnótna
- brillante, (ít) brillant (fr), brilliant (en) – frábærlega
- brio (ít) – kraftur (con brio – með krafti)
- brioso (ít) – með krafti
C
- cadence (en) – niðurlag, endir
- perfect cadence – aðalendir
- plagal cadence – kirkjuendir
- imperfect cadence – hálfendir
- interupted cadence – gabbendir
- cadenza (ít) – glæsilegt einleiksatriði í lok þáttar eða verks
- calando (ít) – smám saman veikar og hægar; deyja út
- calore – hlýja; so con calore, hlýlega
- calmato(ít), calme (fr) – kyrrlátt, friðsælt
- cambiare (ít) – breyting
- canon (en) keðjulag
- cantabile (ít) – syngjandi
- cantando (ít) – syngjandi
- cantata (ít) – verk fyrir söngraddir
- cantor (ít) – söngstjóri í kirkju
- capo (en) – höfuð; byrjun
- capriccioso (ít), capricieux (fr) – frjálslega og kyndugt, duttlungafullt
- carezzando (ít) – gælandi, róandi
- cédez (fr) – gefa eftir, slaka á hraða
- cesura (ít), caesura (la) – stans, bið; algjör þöggn í lagi
- chiuso (ít) – lokað; hendin heldur fyrir hljóðfærið
- coda (ít) – skott; lokakafli á lagi
- codetta (ít) – smáskott; lítill lokakafli á lagi
- col, coll’, colla, colle (ít) – með
- col legno (ít) – með trénu; strengjaleikari á að leika með viðarhluta bogans en ekki hárm hans
- col pugno (ít) – með hnefanum; píanóleikari slær hefnanum við píanóið
- coll’ ottava (ít) – bæta við áttund, hljómborðsleikari á að bæta við áttund ofar, eða nefðar ef bassa er bætt við (coll’ ottava bassa)
- colla parte (ít) – fylgja einleikaranum (fyrirmæli til meðleikara)
- colla voce (ít) – fylgja einsöngvaranum (fyrirmæli til meðleikara)
- colossale (ít) – mikilfenglega
- come (ít), comme (fr) – eins og, líkt og
- come prima (ít) – eins og áður (ekki endilega frá byrjun)
- come sopra (ít) – eins og áður (ekki endilega frá byrjun)
- common time (en) – Takturinn 4/4
- comodo (ít) – þægilega
- con (ít) – við
- con amore (ít), con amor (sp) – með ást
- con affetto (ít) – með tilfinningu
- con brio (ít) – með anda
- con dolore (ít) – með hryggleika
- con (gran, molto) espressione (ít) – með mikili tjáningu
- con fuoco (ít) – með eld
- con larghezza (ít) – beitt
- con moto (ít) – með hreyfingu
- con slancio (ít) – með áhuga
- con sordino / con sordini (ít) – hljóðlaust / hljóðlaus
- coperti / coperto (ít) – hulið / hulin
- corda / corde (ít) – strengur / strengir
- crescendo, cresc. cres. (ít) – með vaxandi styrk
- cut time (en) – Takturinn 2/2
|
|