Lentini (sikileyska: Lintini; gríska: Λεοντῖνοι Leontinoi) er bær í sýslunni Sýrakúsu í suðausturhluta Sikileyjar á Ítalíu. Íbúar eru rúmlega 23.000.
Borgin var stofnuð árið 729 f.Kr. af grískum landnemum frá eyjunni Naxos. Hún er eina gríska nýlendan á Sikiley sem er ekki við ströndina. Gríski heimspekingurinn Gorgías var frá Lentini.