Laugarneskampur

Laugarneskampur var braggahverfi í Reykjavík þar var reist á stríðsárunum á Laugarnestanga í Laugarnesi fyrir framan Holdveikraspítalann. Hernámsliðið tók einnig yfir spítalann. Árið 1941 tók bandaríska setuliðið við Laugarneskampi en þá hýsti kampurinn aðallega sjúkradeildir hersins og skála hjúkrunarkvenna, yfirmanna og hermanna. Laugarneskampur var eitt af stærstu braggahverfunum á Íslandi, þar voru um 100 braggar og aðrar byggingar. Við stríðslok voru braggarnir nýttir sem íbúðarhúsnæði. Á árunum 1951 til 1957 bjuggu um 300 manns í Laugarneskampi. Einn af þeim sem þar bjó með fjölskyldu sinni var Sigurjón Ólafsson listmálari. Síðasti bragginn í hverfinu var rifinn 1980.

Heimildir