Lamb

Lamb.

Lamb er afkvæmi sauðkindar. Lambakjöt er algengt hráefni í matargerð.

Orð tengd lömbum

  • fjallalamb (einnig nefnt graslamb eða fráfærna- eða fráfærulamb) er lamb sem gengur móðurlaust á fjalli; þau lömb sem eru látin eftir hjá móður sinni nefnast dilkar
  • gimbrarlamb er kvenkyns lamb, en getur líka merkt lamb undan vetrargamalli á.
  • hagalamb (eða hagfæringur) er móðurlaust lamb sem gengur í heimahögum.
  • heimalningur (heimagangur eða innlamb) er móðurlaust lamb sem er alið heima á bæ.
  • hundapísl er stundum haft um mjög smávaxið lamb (en einnig börn eða annað ungviði).
  • karilamb (stundum einnig kjúklingur) er nýfætt lamb.
  • lambadrottning er haft um gimbur sem fæðist fyrst lamba tiltekið vor á bænum.
  • lambakóngur er hrútlamb sem fæðist fyrst lamba tiltekið vor á bænum.
  • lambhrútskettlingur er agnarsmár lambhrútur.
  • lambhrútur er karlkyns lamb.
  • lambköttur er smávaxið lamb.
  • megða er lítið lamb.
  • meltingur er lamb sem hefur drepist í móðurkviði.
  • ótyrmi er lamb sem dafnar illa.
  • réttalamb er fyrsta lamb sem slátrað er að hausti.
  • undanflæmingur er lamb sem hefur flæmst undan móður sinni.
  • öræfaköttur (eða öræfakettlingur) er smávaxið lamb sem gengur (lengst) inni á afrétti.
  Þessi landbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.