Línuherskip voru stærstu orrustuskipskútualdar, frá miðri 17. öld fram á miðja 19. öld. Heitið vísar til þess hvernig skipunum var beitt í sjóorrustum þar sem þeim var raðað í víglínu til að beina sem flestum fallbyssum frá skipshlið að óvinaskipunum. Línuherskip af 1. til 3. flokki voru þrímastra fullreiðaskip með tvö til þrjú byssudekk með fallbyssum. Algeng tegund var 74, um 170 feta langt skip, með 74 fallbyssur á tveimur þilförum sem var fyrst hannað fyrir franska flotann um 1730.
Innan breska flotans voru skip flokkuð í sex flokka:
flokkur: 90-100 fallbyssur eða meira (HMS Victoria var með 106 fallbyssur)