Köngulóarmaðurinn (kvikmynd)

Köngulóarmaðurinn
Spider-Man
LeikstjóriSam Raimi
HandritshöfundurStan Lee
Steve Ditko
David Koepp
FramleiðandiLaura Ziskin
Ian Bryce
LeikararTobey Maguire
Willem Dafoe
Kirsten Dunst
James Franco
Cliff Robertson
Rosemary Harris
J.K. Simmons
KvikmyndagerðDon Burgess
KlippingBob Murawski
Arthur Coburn
TónlistDanny Elfman
DreifiaðiliSenan
FrumsýningFáni Bandaríkjana 3. maí, 2002
Fáni Íslands 3. maí, 2002
Lengd121 mín.
Tungumálenska
AldurstakmarkBönnuð innan 10 (kvikmynd)
Ekki við hæfi barna (myndband)
Ráðstöfunarfé$139,000,000
FramhaldKöngulóarmaðurinn 2

Köngulóarmaðurinn eða Spider-Man er kvikmynd byggð á samnefndum teiknimyndablöðum. Sony Pictures framleiða myndina ásamt Marvel, þar sem Stan Lee, höfundur persónunar er einn af framleiðendum myndarinnar. Sam Raimi leikstýrir og með aðalhlutverkin fara Tobey Maguire, Kirsten Dunst, Willem Dafoe, James Franco, Rosemary Harris, Cliff Robertson og J.K. Simmons. Myndin var frumsýnd 3. maí 2002.

Söguþráður

Myndin fjallar um unglingsstrákinn Peter Parker (Tobey Maguire), sem er lúði í miðskóla og býr hjá May, frænku sinni, og Ben, frænda sínum, (Rosemary Harris & Cliff Robertson) í Queens-hverfi í New York. Parker er yfir sig ástfanginn af nágrannastelpunni Mary Jane Watson (Kirsten Dunst) en hún tekur varla eftir honum.

Einn daginn þegar Peter fer námsferð á erfðavísindastofu ásamt vini sínum Harry Osborn (James Franco) og hinum í skólanum, er hann bitinn af erfðabreytttri könguló. Þegar hann kemur heim líður yfir hann.

Á meðan er faður Harrys, Norman Osborn (Willem Dafoe) að reyna viðhalda samningi fyrirtæki síns, OsCorp, um að afla hernum vopn og tæknibúnað, þar á meðal lyf sem eykur styrk manna og svifdreka. En herinn dæmir lyfið ekki tilbúið og hyggst snúast til keppinauta hans Quest-fyrirtækisins. Norman prófar lyfið á sér og eykst styrkur og árásargirni hans og hann verður kleifhugi og rústar keppinautum sínum með sprengjuvopnum sínum.

Næsta morgunn vaknar Peter og uppgötvar að hann hefur fengið vöðva og getur séð fullkomlega. Í skólanum uppgötvar hann margt annað: hann getur spunnið vef úr úliðnum og hefur yfirburðar viðbröð og ofurmannlegann styrkleika. Eftir skóla prófar Peter meira og uppgötvar að hann getur klifið veggi og stökkið og getur sveiflað sér með vefnum.

Seinna ákveður Peter að kaupa sér bíl til að ganga í augun á Mary Jane, en til þess að fá peninga skráir hann sig í glímukeppni.

Þegar Peter hyggst fara (hann lýgur og segist ætla á bókasafnið), heimtar frændi hans að skutla honum. Ben reynir að segja honum að með miklum mætti fylgir mikil ábyrgð, Peter hunsar hann og Ben segist ætla að sækja hann.

Peter vinnur keppnina, en gjaldkerinn svindlar á honum og gefur honum ekki þann pening sem var auglýst og segir að það hafi ekki komið honum við. Eftir að Peter fer er gjaldkerinn rændur og Peter lætur hann sleppa til að hefna sín. Stuttu síðar kemur Peter að frænda sínum sem var skotinn til bana í bílaráni. Peter eltir ræningjann uppi en kemst að því að þetta er ræninginn sem hann hefði getað stöðvað. Peter kennir sjálfum sér um og ákveður að nýta hæfileika sína til að berjast gegn glæpum.

Til að afla sér fjár gerist Peter ljósmyndari Köngulóarmannsins hjá Daily Bugle en ritstjórinn, J. Jonah James (J.K. Simmons) er lítið hrifinn af hetjunni og álítur hann plágu. Nokkrum mánuðum síðar virðist allt ganga í haginn hjá Norman, stjórnarnefnd OsCorp hefur ákveðið að selja fyrirtækið. Á Heimssameiningarhátíð OsCorp ætlar stjórnin að tilkynna söluna, en Norman, í grænum búning með grímu á svifdreka drepur stjórnarmeðlimina en Köngulóarmaðurinn hrekur hann á brott áður en hann gerir meiri skaða.

Norman skilur daginn eftir hvað hefur gerst og byrjar að hlýða hinum persónuleika sínum. Hann rænir Köngulóarmanninum og biður hann að ganga í lið með sér en hann neitar. Seinna borðar Norman, May frænka og Mary Jane (sem er orðin kærasta Harrys) þakkargjörðarmat í íbúðinni sem Harry og Peter leigja saman. Norman tekur eftir því að Peter er með eins sár og Köngulóarmaðurinn hlaut bardaga þeirra fyrir stuttu síðan og strunsar út.

Osborn, sem Púkinn, ræðst á May frænku. Peter fatta þá að Púkinn hefur komist að því hver hann er. Hann reynir að vara Mary Jane við, en Púkinn hefur rænt henni og heldur henni sem fanga á Queens-hverfisbrúnni. Þar lætur hann Köngulóarmannin velja á milli þess að bjarga Mary Jane og að bjarga börnum. Köngulóarmanninum tekst að bjarga þeim báðum. Púkinn flýgur með hann í yfirgefna byggingu þar sem þeir berjast af lífs og sálarkröftum þar til Norman segir Peter hver hann er, og biður hann að fyrirgefa sér með langri ræðu en reynir að drepa hann með svifdrekanum að aftanfrá en Köngulóarmaðurinn skynjar þetta og stekkur frá og svifdrekinn drepur Norman í staðinn. Peter virðir hinstu ósk Normans: að segja ekki Harry frá þessu.

Peter, í búningnum, skilar líki Normans á heimili hans og Harry sér hann fara og telur Kóngulóarmanninn ábyrgann. Á jarðarför föður síns segist Harry ætla að hefna sín á Köngulóarmanninum. Á jarðarförinni segir Mary Jane Peter að hún sé ástfangin af honum, en hann hafnar henni til að vernda hana... Myndin endar svo á Köngulóarmanninum að sveifla sér um borgina.