Kvenskátafélag Reykjavíkur

Kvenskátafélag Reykjavíkur (KSFR) var stofnað 7. júlí 1922 og starfaði óslitið til ársins 1969.[1] Félagið var skátafélag fyrir stelpur.

Saga

Kvenskátafélag Reykjavíkur var stofnað árið 1922 í Reykjavík og var það fimmta skátafélagið sem var stofnað á Íslandi og jafnframt fyrsta kvenskátafélagið.[2]Ákvörðunin um stofnun félagsins var tekin heima hjá þáverandi formanni KFUK, Áslaugu Ágústsdóttur. Stofnendur félagsins voru níu: Jakobína Magnúsdóttir, Anna Baldvins, Guðrún Stefánsdóttir, Else Kjartansson, Aðalheiður Sæmundsdóttir, Þórunn Brynjólfsdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Rut Hansson og Þorbjörg Bjarnarson.[3]

23. mars 1939 var Kvenskátasamband íslands stofnað og var KSFR aðili að því til ársins 1944 þegar að sambandið var lagt niður. Þá gekk félagið í Bandalag Íslenskra Skáta. Þar með varð bandalagið fyrsta bandalag skáta í heiminum sem að hafði bæði stúlkur og pilta innan félaga sinna.[2]

Árið 1963 sameinuðu Skátafélag Reykjavíkur (SFR) og Kvenskátafélag Reykjavíkur krafta sína og mynduðu Skátasamband Reykjavíkur.[2]

KSFR var loks lagt niður ásamt SFR árið 1969 og sameinuðust deildirnar innan félaganna til að mynda ný skátafélög.[2]

Tilvísanir

  1. „Skátasamband Reykjavíkur – Skátasambandið“. ssr.is. Sótt 22. apríl 2024.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Saga félagsins | Skátafélagið Landnemar“. Landnemar (enska). Sótt 22. apríl 2024.
  3. „Kvenskátar“. SKÁTASAGA (enska). 23. apríl 2019. Sótt 22. apríl 2024.