Kristján Frímann Kristjánsson

Collage - Klippimynd - Kristján Kristjánsson

Kristján Frímann Kristjánsson (fæddur 5. febrúar 1950) er íslenskur myndlistarmaður og safnari. Hann nam myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1969 – 1973 og síðar við Listaháskólann í Stokkhólmi 1977 – 1980. Hann er Vestfirðingur að ætt og uppruna en foreldrar hans voru bæði fædd og uppalin í Arnarfirði. Hann hefur haldið einar tíu einkasýningar á verkum sínum, þá fyrstu í Neskaupstað en flestar hinna í Reykjavík.

Kristján Kristjánsson vinnur einkum í form sem nefnist collage en það er dregið af franska orðinu coller sem þýðir að líma og sem nær yfir allar tegundir listrænna hluta sem skeyttir eru saman í eina heild. Kristján hefur í gegnum tíðina unnið ýmsar myndskreytingar á útgefið efni svo sem blöð og tímarit, hljómplötuumslög (Megas og Mannakorn), kort og auglýsingar.

Kristján Frímann fæst einnig við draumarannsóknir og textagerð. Á síðasta áratug tuttugustu aldar fjallaði hann mikið um drauma í blöðum, tímaritum og útvarpi. Hann skrifaði vikulega um drauma í Morgunblaðið og hélt úti vikulegum tveggja tíma löngum útvarpsþætti um efnið á Aðalstöðinni. Þá hefur hann skrifað bók um drauma.

Hann er meðlimur í hljómplötuklúbbi dundar sig við hljómplötusöfnun. Vegna áhuga Kristjáns á tónlist og vinylplötum varð áhugamálið smám saman að söfnun þar sem ákveðnir flokkar urðu fyrirferðarmeiri en aðrir svo sem rokk, K-pop, Beethoven, jólaplötur, söngleikir og SG-hljómplötur.


Sjá einnig