Klýfir

Klýfir sýndur rauður.

Klýfir eða brandaukasegl er þríhyrnt framsegl (stagsegl) sem fest er á stag sem nær frá bugspjótiframsiglu framan við fokkuna sem er á stagi sem nær frá stefni að framsiglu. Klýfirnir geta verið tveir og heita þá ytri- og innri-klýfir. Á sumum skipum er lítið þríhyrnt segl, jagar, framan við klýfinn festur á stag sem nær frá enda bugspjóts að húni framsiglu.