Kawaii

Kawai'i (可愛い) er japanska og þýðir bókstaflega dásamlegt eða krúttlegt. Kawaii er oft notað yfir eitthvað sem að er ákaflega sætt og ósjálfbjarga og getur t.d. átt við um dýr og manneskjur og þá sérstaklega í yngri kantinum. Þó kawaii tákni eitthvað sem er sætt þýðir það ekki endilega að kynþokkafull manneskja falli undir skilgreininguna nema í einstaka undantekningartilfellum.

Fólk gefur hvoru öðru kawaii gjafir sem tákn um vináttu og fyrirtæki nota kawaii teiknimyndapersónur til að gera vörur sínar og þjónustu meira aðlaðandi og til að gera ímynd sína frjálslegri.

Kettlingar geta t.d. fallið undir þessa skilgreiningu og einnig ýmsar teiknimyndapersónur eins og til dæmis Halló Kisa (en. Hello Kitty) og Pikachu í Pokémon svo eitthvað sé nefnt.

Tengt efni

Tengill

  Þessi anime/mangagrein sem tengist Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.