Kalli kanína

Kalli kanína.

Kalli kanína (enska: Bugs Bunny) er bandarísk teiknimyndapersóna sem birtist oft í Looney Tunes og Merrie Melodies. Vestur-Íslendingurinn Karl Gústaf Stefánsson (Charles Thorson) teiknaði Kalla kanínu og af þeim sökum var Kalli kanína nefndur svo á íslensku, það er í höfuðið á Karli. Enska heitið þýðir aftur á móti: Klikkaða kanína. Nafn hans hefur stundum verið þýtt á íslensku sem Habbi héri. Sagt er að hugmyndin að Kalla kanínu sé fengin úr bíómyndinni It Happened One Night, úr atriði þar sem persónan, sem Clark Gable leikur, situr á girðingu og borðar gulrætur í gríð og erg.