Kólumbíska kvennalandsliðið í knattspyrnu (spænska: Selección femenina de fútbol de Colombia) er fulltrúi Kólumbíu á alþjóðlegum vettvangi. Liðið hefur tekið þátt í öllum Suður-Ameríkukeppnum frá 1998 og þrívegis hafnað í öðru sæti. Kólumbía hefur þrisvar sinnum komist í úrslitakeppni HM kvenna og komst í fjórðungsúrslit á HM 2023.