Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu (kínverska: 铿锵玫瑰) er fulltrúi Kína á alþjóðlegum vettvangi. Gullöld liðsins var á tíunda áratug síðustu aldar þegar það fékk silfurverðlaun á HM 1999 og ÓL 1996. Kína hefur einnig orðið Asíumeistari níu sinnum.