Jonathan Anthony Stroud (fæddur 27. október 1970) er enskur rithöfundur sem hefur aðallega skrifað fyrir unga lesendur innan bókmenntagreinarinnar fantasíur. Hann er þekktastur fyrir ungmennabókaflokkinn Bartimaeus og Lockwood & Co. sem er ætlaður lesendum frá 8 til 12 ára. Verk hans gerast oftast í ímynduðum heimi í London. Þær hafa hlotið athygli fyrir háðsádeilu sína og notkun töfra til að endurspegla þemu stéttabaráttu. Fyrir Bartimaeus bókaflokkinn var Jonathan veitt verðlaunin Grand Prix de l'Imaginaire og Mythopoeic Fantasy Awards. Verk Jonathans hafa einnig verið tilnefnd hjá American Library Association (ALA ) fyrir bækur fyrir börn og ungt fólk. Árið 2020 tilkynnti Netflix að sjónvarpssería byggð á Lockwood & Co. væri í bígerð, en tökur hófust í júlí 2021.
Æviágrip
Jonathan Stroud fæddist árið 1970 í Bedford á Englandi. Hann byrjaði að skrifa mjög ungur. [27] Jonathan ólst upp í St Albans og þar gekk hann í Wheatfields Junior School og síðar St Albans Boys' School . [28] Sem ungur drengur naut hann þess að lesa bækur, teikna myndir og skrifa sögur. Hann rekur dálæti sitt á lestri og skrifum til þess að hann glímdi við alvarleg veikindi á aldrinum sjö til níu ára. Bóklesturinn lyfti honum upp í veikindunum og kom í veg fyrir að honum leiddist á sjúkrahúsinu. [29] Eftir að hann lauk námi í enskum bókmenntum við háskólann í York starfaði hann sem ritstjóri hjá Walker Books útgáfunni í London. Á tíunda áratugnum byrjaði hann að gefa út eigin verk og lesendur voru fljótir að fá ástfengi á honum.
Meðal verka hans er [30]Bartímeus-þríleikurinn, sem hefur hlotið athygli fyrir ádeilu sína og notkun töfra til að kanna þemu stéttabaráttunnar. Með því að segja söguna frá sjónarhóli Bartímeusar, sem er kaldhæðinn og örlítið sjálfhverfur töfraandi, skoðar Stroud staðalmyndir töframanna og þrælaanda. [31][32] Bækur í þessum flokki eruVerndargripurinn frá Samarkand, Auga Gólems, Ptolemy's Gate og forleikurinn The Ring of Solomon. Þríleikurinn um Bartímeus hefur verið gefinn út víða um heim.
Árið 2013 kom Lockwood & Co.: The Screaming Staircase út og hlaut lof gagnrýnenda, þar sem Rick Riordan kallaði Stroud „snilling“. [33] Önnur bókin, The Whispering Skull, kom út í september 2014. Þriðja skáldsagan, sem ber titilinn The Hollow Boy, var tilkynnt í keppni á vegum Stroud, þar sem lesendur voru beðnir um að senda inn hugmynd um draug sem væri persóna í þriðju sögunni. [34] Fjórða bókin, The Creeping Shadow, kom út árið 2016 og síðasta bókin í seríunni, The Empty Grave, kom út árið 2017. [35]
Seint á árinu 2020 tilkynnti Netflixað Lockwood & Co. bókaflokkur Jonathans Strouds yrði gerð að sjónvarpsþætti framleidd af Nira Park, Rachael Prior og Joe Cornish . [36] Tökur hófust í júlí 2021 í London. [37]
Jonathan Stroud býr í St Albans, Hertfordshire, með þremur börnum sínum og eiginkonu sinni Ginu, [38] sem myndlýsir barnabækur. [29]