Jarðskjálftinn á Haítí 2010 var sterkur jarðskjálfti sem mældist 7,0 á Richter með skjálftamiðju 25 kílómetrum frá Port-au-Prince á Haítí klukkan 16:53:09 á staðartíma (21:53:09 UTC), þriðjudaginn 12. janúar 2010. Jarðskjálftinn varð á 13 kílómetra dýpi. Hrina eftirskjálfta mældist og voru fjórtán þeirra af styrktargráðu frá 5,0 til 5,9.
Flest helstu kennileiti Port-au-Prince urðu fyrir miklum skemmdum eða gjöreyðilögðust, þar á meðal forsetahöllin, þinghúsið og dómkirkjan.
Haítí er fátæk þjóð sem er í sæti 149 á lista yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða (af 182 löndum).