Japanska karlalandsliðið í knattspyrnu , oft kallaðir Þeir samurai bláu, spila fyrir hönd Japans á alþjóðlegum vettvangi, og líta stjórn Japanska knattspyrnusambandsins . Liðið hefur unnið asíubikarinn fjórum sinnum það er árin 1992,2000,2004 og 2011,1968 náðu þeir í Brons á Ólympíuleikunum, þeir hafa einnig tekið þátt á
mörgum Heimsmeistararmótunum með ágætum árangri. Gullaldarár liðsins voru 1998-2004 enn á þeim árum spilaði einn af þekktustu fótboltamönnum heims með liðinu Hidetoshi Nakata á þeim árum voru þeir þekktir fyrir að spila léttleikandi og skemmtilegan enn jafnframt agaðan fótbolta. 2019 tóku þeir þátt í Copa América sem gestaþjóð enn komust ekki áfram. Á HM 2022 í Katar afrekuðu þeir að sigra tvö fyrrum heimsmeistaralið, en Japanir unnu 2–1 sigra á móti bæði Þjóðverjum og Spánverjum.