James Clark Ross (15 apríl 1800 – 3 apríl 1862) var breskur herforingi í sjóhernum og heimskautalandkönnuður.
Er hans einkum minnst fyrir landkönnunarleiðangra sína. Hann tók þátt í tveim leiðöngrum sem frændi hans, John Ross, stóð í forsvari fyrir, fjórum undir stýrimennsku William Parry, og loks þeim sem helst er minnst sem hann stóð í forsvari fyrir sjálfur 1839 - 1843. Er nefndur eftir honum Ross-sjór, næststærsti innsjórinn á Suðurskautslandinu.