James Cameron

James Cameron
James Cameron í Desember 2009
James Cameron í Desember 2009
Upplýsingar
FæddurJames Francis Cameron
16. ágúst 1954 (1954-08-16) (70 ára)
Ár virkur1978 - nú

James Francis Cameron (fæddur þann 16. ágúst árið 1954) er kanadískur leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur og uppfinningamaður. Hann er frægur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt The Terminator, Aliens, Terminator 2: Judgement Day, The Abyss, True Lies, Titanic og nú síðast Avatar. Hann leikstýrði einnig nokkrum heimildarmyndum á tímanum á milli Titanic og Avatar. Hann hefur einnig þróað margar neðansjávarkvikmyndavélar og einnig háþróaðar þvívíddar myndavélar.

James Cameron er sá leikstjóri sem á tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Árið 1998 náði kvikmyndin Titanic metinu og hélt því allt til ársins 2010 þegar Avatar sló það met en sú mynd er einnig eftir James Cameron.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.