James Cameron |
---|
James Cameron í Desember 2009 |
|
Fæddur | James Francis Cameron 16. ágúst 1954 (1954-08-16) (70 ára) |
---|
Ár virkur | 1978 - nú |
---|
James Francis Cameron (fæddur þann 16. ágúst árið 1954) er kanadískur leikstjóri, framleiðandi, handritshöfundur og uppfinningamaður. Hann er frægur fyrir að hafa skrifað og leikstýrt The Terminator, Aliens, Terminator 2: Judgement Day, The Abyss, True Lies, Titanic og nú síðast Avatar. Hann leikstýrði einnig nokkrum heimildarmyndum á tímanum á milli Titanic og Avatar. Hann hefur einnig þróað margar neðansjávarkvikmyndavélar og einnig háþróaðar þvívíddar myndavélar.
James Cameron er sá leikstjóri sem á tekjuhæstu kvikmynd allra tíma. Árið 1998 náði kvikmyndin Titanic metinu og hélt því allt til ársins 2010 þegar Avatar sló það met en sú mynd er einnig eftir James Cameron.