Jóladagatal Sjónvarpsins er árlegur viðburður í íslensku sjónvarpi þar sem taldir eru niður dagarnir til jóla í formi sjónvarpsþátta. RÚV sýndi fyrst jóladagatalið Jólin Nálgast í Kærabæ árið 1988. Árið 1989 var ekkert jóladagatal á dagskrá RÚV en allar götur síðan 1990 hefur jóladagatal verið árviss viðburður. RÚV hefur framleitt níu þessara dagatala að meðtöldu Jólin nálgast í Kærabæ en einnig sýnt jóladagatöl frá Þýskalandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð.
Upphaflega stóð til að gera framhalds sjónvarpsþætti um Pú og Pa oskilt joladagatals þáttunum enn þvi var hafnað af RUV. Þvi var raðist i að gera teiknimyndasögu strimla (e. comic strips) fyrir Frettablaðið og komu þeir út árinn 2004 til 2006. Strimlarnir voru siðan endur útgefnir a bókarformi 2024.[heimild vantar]