Ingi Bauer

Ingi Bauer
Fæddur
Ingi Þór Garðarsson

10. júní 1992 (1992-06-10) (32 ára)
Störf
  • Tónlistarmaður
  • plötusnúður
Tónlistarferill
Ár virkur2015 – í dag
StefnurPopp, hús
VefsíðaInstagram

Ingi Þór Garðarsson (f.10. júní 1992), sem er betur þekktur undir listamannsnafninu sínu Ingi Bauer, er íslenskur tónlistarmaður, plötusnúður og stofnandi YouTube rásarinnar Ice Cold.

Æviágrip

Ingi Bauer er fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Á sínum yngri árum fór hann í Setbergsskóla þar sem helstu áhugamál hans voru flugvélar og leiklist. Ingi Bauer ákvað svo að fara í Flensborgarskólann þar sem hann kynntist besta vini sínum. Þeir ákváðu að stofna YouTube rásina Ice Cold. Ingi byrjaði svo að gefa út tónlist á SoundCloud og fékk yfir 2 milljónir spilana þar áður en hann færði sig yfir í íslenskan markað.

Meðal þekktustu laga hans er lagið „Upp Til Hópa“ sem hann gaf út með rapparanum Herra Hnetusmjör, en það lag var bæði tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaunum FM957 og Íslensku Tónlistarverðlaunum árið 2019.[1] Á síðustu árum hefur hann gefið út tvær breiðskífur ásamt því að gefa út lög reglulega, en platan hans Bau Air var tilnefnd sem plata ársins 2022 á Hlustendaverðlaunum FM957.[2]

Ice Cold

Upphaf

Árið 2011 stofnaði Ingi Bauer YouTube rásina Ice Cold ásamt vini sínum Stefáni Atla.[3] Fyrstu árin einblíndu þeir á að búa til stuttmyndir með húmor og miklum hasar. Fyrsta stuttmynd þeirra Eiturlyf var tilnefnd til verðlauna og síðar gáfu þeir út mikið magn af stuttmyndum. Í kringum 2013 ákváðu þeir félagar að reyna fyrir sér í tónlistinni með því að gera ábreiður af vinsælum erlendum lögum með íslenskum texta. Helst ber að nefna lagið „Bagg & Cod“ sem naut mikilla vinsælda á þeim tíma.

Vlog

Þegar Ingi og Stefán voru að keyra upp í studio til Inga Bauer ákvað Stefán að ná í símann sinn og taka upp byrjunina á fyrsta vloggi Ice Cold. Eftir það var ekki aftur snúið hjá þeim félögum þar sem þeir bjuggu til í heildina yfir 70 vlogs. Lítið var um að Íslendingar væru að vlogga á þessum tíma og sáu þeir félagar að þetta væri eitthvað sem vantaði. Vloggin þeirra sýndu allt frá því hvernig þeir stofnuðu fyrirtæki yfir í að hanga með þekktum leikurum og tónlistarmönnum.[4]

Streymi

Þegar tölvuleikurinn Fortnite kom út ákváðu þeir að byrja að streyma í beinni útsendingu frá því þegar þeir spiluðu leikinn. Þeir fengu til sín góða gesti eins og Pétur Jóhann og Steinda Jr. Eftir það urðu þeir stærstu tölvuleikjastreymendur á Íslandi fyrir íslenskan markað.[5]

Endalok

Árið 2021 ákváðu Ingi og Stefán að hætta með Ice Cold rásina og einbeita sér að sínum eigin frama.

Útgefið efni

Breiðskífur

  • 2021 - Bau Air [6]
  • 2022 - ÁST [7]

Stuttskífur

  • 2022 - Menntaskóla Ást <3

Smáskífur

  • 2018 - „Spurðu Um Mig“ (Ingi Bauer Remix)
  • 2018 - „Upp Til Hópa“ (ásamt Herra Hnetusmjör)
  • 2019 - „Ísbíllinn“ (ásamt Ezekiel Car)
  • 2019 - „Taka Meira Út“ (ásamt Birgi Hákon)
  • 2019 - „Dicks“ (ásamt Séra Bjössa)
  • 2019 - „Stjörnur“ (ásamt Chase Anthony og Páli Óskari)
  • 2019 - „Áttavilltur“ (ásamt Ezekiel Carl og Chase Anthony)
  • 2019 - „Moshpit“ (ásamt Show-Menn)
  • 2019 - „Sleðalestin“ (ásamt Luigi)
  • 2020 - „Djamm Í Kvöld“ (ásamt Steindanum okkar, Ásgeiri Orra, SZK o.fl.)
  • 2020 - „Undir Mistilteini“ (ásamt Agli Ploder & Svölu)
  • 2020 - „Faðir Vor“ (ásamt Séra Bjössa)
  • 2021 - „Til Baka“
  • 2021 - „Rangur Maður“
  • 2021 - „Veiðimaður“ (ásamt THØR & Bjørn)
  • 2021 - „Ólíkar Týpur“ (ásamt Reyni)
  • 2021 - „Gústi Jr.“ (ásamt Gústa B)
  • 2021 - „Sick Áramót“
  • 2022 - „Hvar ert þú?“ (ásamt SviMA)
  • 2022 - „Í Larí Lei“ (ásamt THØR)
  • 2023 - „OFBOÐSLEGA FRÆGUR“ (ásamt VÆB)
  • 2023 - „Ein Í Nótt“ (ásamt Svölu)
  • 2023 - „Helgi Björns“ (ásamt Helga Björns)

Lagasmíði og upptökustjórn

Ár Lag Flytjandi Plata
2015 „Jámarh“ Herra Hnetusmjör & Joe Frazier Flottur Skrákur
„Fáum Borgað“
2016 „If I Was King“ Rossy
„Vinir“ Áttan
2017 „NEINEI“ Áttan
„Ekki Seena“ Áttan
„Áhrifin“ Áttan
„Því Ég Get Það“ Áttan
2018 „L8“ Áttan
„Meira“ SviMA
2019 „Moldaður“ 12:00
2020 „Ómægad“ Luigi Breyttir Tímar [8]
„Akureyri“ Luigi & Herra Hnetusmjör
„Samstarf“ Luigi & Joe Frazier
2021 „Ég Er Ekki Fullur“ SviMA
2022 „Hvar Ert Þú?“ SviMA

Tilvísanir

  1. „VERÐLAUNAHAFAR“. Íslensku tónlistarverðlaunin. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. janúar 2023. Sótt 28. janúar 2023.
  2. Sigfúsdóttir, Sylvía Rut (19. mars 2022). „Þessi hlutu Hlustendaverðlaunin í ár - Vísir“. visir.is. Sótt 8. júlí 2023.
  3. „Ice Cold: „Við erum aldrei að feika neitt". www.mbl.is. 6. júlí 2019. Sótt 28. janúar 2023.
  4. Pálsson, Stefán Árni (3. júní 2017). „Svona varð smellurinn NEINEI til - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2023.
  5. Eysteinsson, Andri (17. júní 2019). „Steindi spilaði loksins Fortnite með Ice Cold - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2023.
  6. Sveinsson, Tinni (18. janúar 2022). „Kosning fyrir Hlust­enda­verð­­­­launin 2022 hafin - Vísir“. visir.is. Sótt 28. janúar 2023.
  7. Tryggvadóttir, Rósa Margrét (3. nóvember 2022). „Gerir upp sambandið við fyrrverandi: „Uppgjör fyrir okkur bæði". K100. Sótt 28. janúar 2023.
  8. „breyttir tímar“. KALT (bandarísk enska). Sótt 28. janúar 2023.