Hreistur

Hreistur á fiskum

Hreistur eru þunnar, skaraðar beinflögur á roði sumra fiska og á húð fleiri dýra. Hreistur gróa sem hlífðarlag, en þau má einnig finna á vængum fiðrilda, en þar mynda þau litamynstur þeirra. Hreistur eru algeng á dýrum en þau hafa þróast margsinnis með mismunandi hætti - hreistur fiska hafa þróast frá öðruvísi efni en hreistur skriðdýra.

Hreistur eru flokkuð sem hluti hlífðarlíffærakerfis.