Hrútar er íslensk kvikmynd frá 2015 skrifuð og leikstýrð af Grími Hákonarsyni. Hrútar hlaut Un Certain Regard-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2015.[1] Hrútar var valin sem framlag Íslands til 88. Óskarsverðlaunahátíðarinnar sem besta kvikmyndin á erlendu tungumáli[2] en var ekki tilnefnd.