Hljómsveit Björns R. Einarssonar |
---|
|
Bakhlið |
|
Flytjandi | Hljómsveit Björns R. Einarssonar |
---|
Gefin út | 1948 |
---|
Stefna | Dægurlög |
---|
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
---|
Hljómsveit Björns R. Einarssonar er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1948. Á henni flytur hljómsveit Björns R. Einarssonar jazzlögin Christofer Columbus og Summertime. Platan er hljóðrituð í mono. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
- Cristofer Columbus - Lag: Leon Brown Berry
- Summertime - Lag - texti: Gershwin - Heyward
Sérstaða
Örlög fyrstu plötunnar í útgáfuröð Íslenzkra tóna, sem kom úr pressun árið 1948, urðu þau að sett var lögbann á sölu hennar þegar hún átti að fara í dreifingu. Það var ekki fyrr en árið 1952, þegar málaferlum lauk vegna plötunnar, sem plötuútgáfa Íslenzkra tóna hófst fyrir alvöru.