Hinsegin kórinn

Hinsegin kórinn er kór hinsegin fólks í Reykjavík og nágrenni.

Saga

Kórar hinsegin fólks, kórar homma og kórar lesbía starfa um heim allan og hafa gert um árabil. Hinsegin kórinn var stofnaður að erlendri fyrirmynd sumarið 2011 og hefur vaxið og dafnað frá þeim tíma og haldið fjölda tónleika.

Tilgangur

Tilgangur kórins er að vera fordómalaus vettvangur fyrir hinsegin fólk að hittast og njóta söngs saman. Þá vill kórinn vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu, vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks. Hinsegin kórinn á aðild að Legato, samtökum hinsegin kóra um allan heim. Hinsegin kórinn er öllum opinn, hinsegin eða svona, að undangengnum raddprófum.

Stjórnandi kórsins er söngkonan Helga Margrét Marzellíusardóttir.

Tenglar