Hertogadæmið Flórens

Fyrsti hertoginn af Flórens, Alexander de'Medici

Hertogadæmið Flórens (ítalska Ducato di Firenze) var hertogadæmi í Toskana á Ítalíu með Flórens sem höfuðborg. Hertogadæmið var stofnað eftir að Karl 5. keisari endurreisti völd Medici-ættarinnar í borginni árið 1530. Klemens 7. páfi (sem sjálfur var af Medici-ættinni) gerði Alessandro de' Medici að hertoga yfir fyrrum lýðveldinu Flórens og breytti því þannig í erfðaveldi.

Annar hertoginn, Cosimo 1., jók mjög hernaðarumsvif og stækkaði hertogadæmið með kaupum á eynni Elbu og með því að leggja Siena undir sig. Árið 1569 var hertogadæminu því breytt í stórhertogadæmið Toskana. Medici-ættin fór með völd í stórhertogadæminu til 1737 þegar það gekk til Frans af Lothringen.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.