Árið 1885 gaf hann út bókina Um minni þar sem að hann birti niðurstöður sínar varðandi minni. Í tilraunum sínum rannsakaði hann minni með því að gera tilraunir á sjálfum sér. Þetta verk er talið tímamótaverk í sálfræði og hafði mikil áhrif á tilrauna sálfræði.
Minnisrannsóknir
Hermann Ebbinghaus var fyrstur manna til að rannsaka minnimannsins á vísindalegan hátt. Hann áorkaða mörgu yfir ævi sína. Meðal annars bjó hann til gleymskukúrfu sem er ennþá í fullu gildi í dag. Einnig bjó hann til sparnaðareinkunnina.
Gleymskukúrfan felur í sér að við gleymum allt að 80% sem við lærum. Hann sagði að fyrstu klukkustundirnar gleymdum við hraðar en næstu sólarhring, því þá helst minnið nokkuð stöðugt. Hann hélt líka að það sem okkur þætti ómerkilegt væri mun erfiðara að muna. Þessi atriði eru viðurkennd í dag. Fólk hefur gagnrýnt hvernig hann fór að á sínum tíma, en þar eigum við við að hann lék bæði hlutverk rannsakandans og þátttakandans. Merkustu niðurstöður hans eru að endurtekning sé grundvallaratriði í minni og fari eftir þeim tíma sem liðið hefur frá því að námið átti sér stað. Hann rannsakaði þessa kenningu með því að leggja á minnið lista af merkingarlausum þriggja stafa orðum frá 8-64 skipti. Ef hann las eitthvað oft var hann líklegri til að muna það daginn eftir.
Hann setti einnig fram kenninguna um sparnaðareinkunn. Hann rannsakaði hversu oft hann þurfti að lesa eitthvað, sem hann var búinn að læra, til að sjá að hversu mikinn tíma hann sparaði, þegar hann var að læra þetta upp á nýtt. Út frá því gat hann ályktað að það sem við höfum lært einu sinni áður eigum við auðveldara með að læra aftur. Jafnan sem hann fór eftir var: