Herklæði

Herklæði eru þau klæði sem menn klæðast í bardaga, bæði til hlífðar og til að auðvelda mönnum að beita sér við erfðar kringumstæður. Það var þó ekki alltaf raunin, enda gömul herklæði oft þung og illmeðfærileg, en hlífðu þeim mun betur. Gömul heiti yfir herklæði eru: gerðar, götvar, herfóra (eða herfórur) og harneskja (eða herneskja), en einnig mundur og tygi. Sum þessara orða voru þó einnig höfð um herútbúnað í heild sinni.

Herklæði til forna

Herklæði hafa lengi tíðkast, og hafa í upphafi að mestu verið úr leðri. Þegar fram liðu stundir urðu herklæðin flóknari þegar menn þurftu að verjast örvum, stungum eða höggum. Þá varð algengt að menn notuðu herklæði úr járni, t.d. í hringabrynjur, spangabrynjur og pansara o.s.frv.

Á miðöldum voru bæði riddarar og hestar þeirra í herklæðum og hefur mönnum talist svo til að járnið sem fóru í herklæði beggja hafi getað verið svo mikið sem 90 kg að þyngd.

Nútíma herklæði

Nú til dags eru komin herklæði úr keramik, kevlar og fleiri efnum sem eru bæði léttari og sterkari en eldri efni. Þau eru gerð til að verjast byssukúlum og sprengjubrotum og öðrum hættum sem steðjar að hermönnum í nútíma hernaði, og þannig útbúin að hermaðurinn geti haldið bardaganum áfram, og því gert ráð fyrir hengjum til að festa við vatnsbrúsa og vösum til að geyma þar matarbita til að seðja sárasta hungrið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.