Haralds saga hins hárfagra er þriðja bók Heimskringlu. Hún segir frá lífi Haralds hárfagra og hvernig hann sameinar Noreg í eitt konungsveldi. Haraldur var aðeins tíu ára gamall þegar faðir hans lést. Guthormur móðurbróðir hans var „forstjóri fyrir hirðinni“ þegar Haraldur tók við konungdómnum.
Segir sagan frá hinum mörgu deilum og bardögum sem Haraldur heyir við hina ýmsu smákonunga landsins. Alloft enda slíkar frásagnir með því að húsakynni eru brennd ásamt fólkinu sem í þeim er.
Hann setti jarl yfir flest ríki til að dæma lög sem fékk þriðjung af skattinnheimtu fylkisins. En vegna skattaálags Haraldar þóttu jarlarnir hafa það betra en fylkiskonungar áður fyrr. Þegar synir Haraldar eldast eru margir þeirra settir jarlar yfir fylkin. Haraldur unni Eiríki blóðøx mest allra sona sinna og vildi að hann tæki við konungdómnum að honum látnum, „en þat sæti eptir hans daga ætlaði sér hverr sona hans“.
Heitið
Haraldur vildi taka sér Gyðu dóttur Eiríks konungs á Hörðalandi fyrir konu en hún var allfríð og stórlát kona. En hún vildi ekki kvænast konungi sem hefði einungis nokkur fylki til yfirráða. Þótti henni furðulegt að enginn hefði tekið yfir allan Noreg eins og Gormur konungur í Danmörku og Eiríkur konungur í Uppsölum. Slíkan mann mætti kalla þjóðkonung og honum myndi hún kvænast. Haraldur tekur þessari beiðni hennar heldur vel og strengir þess heit að skera hvorki né kemba hár sitt fyrr en hann hefði eignast allan Noreg. Tíu árum síðar hefur hann sigðar landið, tekur Gyðu sér sem konu og klippir hár sitt og fær viðurnefnið Haraldur hárfagri, en áður hafði hann verið kallaður Haraldur lúfa.
Blóðörn
Synir Haraldar, Hálfdán háleggur og Guðrøður ljómi fóru með miklu liði og brenndu inni Rögnvald Mærajarl ásamt sex tigu manna. Hálfdán fer stuttu síðar til Orkneyja og flæmir son Rögnvaldar, Einarr jarl úr eyjunum. Einarr snýr aftur að hausti og sigrar lið Hálfdánar. Einarr lætur drepa alla menn Hálfdánar og ristir síðan blóðörn á bak Hálfdánar. Þetta er eitt af
Samskipti við Aðalstein Englandskonung
Á sjötugsaldri eignast Haraldur soninn Hákon sem hann sendi til Englands til fósturs hjá Aðalsteini konungi. Aðalsteinn hafði sent menn til Noregs með sverð til að gefa Haraldi. Þegar Haraldur tók við sverðinu mælti sendimaðurinn “nú tókstu svo sem vor konungur vildi og nú skaltu vera þegn hans er þú tókst við sverði hans.“ Þótti þetta mikið spott. Næsta sumar sendir Haraldur skip til Englands og er Hákon í skipinu. Hann er færður fyrir Aðalstein settur á kné honum og segir sendimaðurinn „Haraldur konungur bað þig fóstra honum ambáttarbarn“. Aðalsteinn konungur varð mjög reiður en það var almennt talið að sá sem fóstraði barn væri honum ótignari. En Aðalsteinn tók ástfóstri við Hákon.
Fjölskyldulíf
Samkvæmt bókinni átti Haraldur margar eiginkonur og með þeim fjölda barna. Þessi eru nefnd með nafni í bókinni:
Þegar Snæfríður kona hans lést þá fölnaði ekki lík hennar. Var hún eins rjóð og þegar hún var lifandi. Haraldur sat yfir henni í þrjá vetur og taldi hana lifandi, en landslýður taldi hann vera villtan. Loks tekst Þorleifi spaka að tala Harald til. Þegar Snæfríður var færð kemur mikill óþefnaður og illur fnykur af líkama hennar. Er hún brennd og blánar þá líkami hennar og “ullu ór ormar ok eðlur, froskar og pǫddur og alls kyns illyrmi”.
Andlát og greftrun
Haraldur tók sóttdauða og lést 83 ára gamall og var heygður á Haugum við Karmtsund.
Tilvitnanir
„Svo segja fróðir menn að Haraldur hinn hárfagri hafi verið allra manna fríðastur sýnum og sterkastur og mestur, hinn örvasti af fé og allvinsæll við sína menn. Hann var hermaður mikill öndverða ævi.“
„Í þeim ófriði, er Haraldr konungr gekk til land í Nóregi, þá fundusk ok byggðusk útlönd, Færeyjar ok Ísland.“