Handknattleiksárið 1984-85 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1984 og lauk vorið 1985. FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki.
Karlaflokkur
1. deild
FH-ingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Því næst fóru fjögur efstu liðin í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn þar sem leikin var fjórföld umferð, auk þess sem liðin tóku með stigin úr innbyrðisviðureignum sínum. Fjögur neðstu liðin fóru í sérstaka keppni um fall með fjórfaldri umferð, en þau tóku með sér stigin sín úr aðalkeppninni.
Úrslitakeppni 1. deildar
Úrslitakeppni um fall
- Þór Ve. og Breiðablik féllu í 2. deild.
2. deild
KA sigraði í 2. deild og fór upp um deild ásamt Fram. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Að því loknu skiptist deildin upp í efri hluta og neðri hluta, þar sem fjögur efstu liðin léku tvöfalda umferð um sæti í 1. deild og fjögur neðstu um fall í 3. deild. Tóku liðin með sér stigin úr forkeppninni.
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
Úrslitakeppni um fall
Fylkir og Þór Ak. féllu í 3. deild.
3. deild
Afturelding sigraði í 3. deild og tryggði sér sæti í 2. deild ásamt ÍR-ingum. Keppt var í tveimur sex liða riðlum með tvöfaldri umferð. Tvö efstu lið úr hvorum riðli léku svo tvöfalda umferð í einni fjögurra liða deild.
A-riðill
B-riðill
Úrslitakeppni um sæti í 2. deild
Bikarkeppni HSÍ
Víkingur sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn FH. 25 lið voru skráð til keppni.
1. umferð
16-liða úrslit
8-liða úrslit
Undanúrslit
Úrslitaleikur
Evrópukeppni
Evrópukeppni meistaraliða
FH-ingar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust í undanúrslit.
1. umferð
- FH - Kolbotn IL, Noregi 34:16 & 39:31
16-liða úrslit
8-liða úrslit
- FH - HV Herschi Geleen, Hollandi 24:16 & 24:24
Undanúrslit
Evrópukeppni bikarhafa
Víkingar kepptu í Evrópukeppni félagsliða og komust í undanúrslit.
1. umferð
- Fjellhammer, Noregi - Víkingur 20:26
- Fjellhammer - Víkingur 25:23
- Báðir leikirnir fóru fram í Noregi.
16-liða úrslit
- Coronas Tres de Mayo, Spáni - Víkingur 28:21
- Coronas Tres de Mayo - Víkingur 28:21
- Báðir leikirnir fóru fram á Spáni.
8-liða úrslit
- Víkingur - Crvenka, Júgóslavíu - Víkingur 20:15
- Víkingur - Crvenka 25:24
- Báðir leikirnir fóru fram í Reykjavík
Undanúrslit
- Víkingur - Barcelona, Spáni 20:13
- Barcelona - Víkingur 22:12
Evrópukeppni félagsliða
Valsmenn kepptu í Evrópukeppni félagsliða og féllu út í 1. umferð.
1. umferð
- Valur - Ystad, Svíþjóð 20:17
- Ystad - Valur 23:19
Kvennaflokkur
1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. ÍA og ÍBV féllu í 2. deild.
2. deild
Haukar sigruðu í 2. deild og fóru ásamt Stjörnunni upp í 1. deild. Leikið var í átta liða deild með tvöfaldri umferð. Önnur keppnislið voru Þróttur, Fylkir, Breiðablik, HK, ÍBK og Ármann.
Bikarkeppni HSÍ
Fram sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Val. Tíu lið tóku þátt í keppninni.
1. umferð
8-liða úrslit
Undanúrslit
Úrslitaleikur
Evrópukeppni
Evrópukeppni meistaraliða
Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða, en féllu út í fyrstu umferð.
1. umferð
- Helsingør IF, (Danmörku) - Fram 21:15
- Fram - Helsingør IF 18:20