Handknattleiksárið 1979-80 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 1979 og lauk vorið 1980. Víkingar urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Framstúlkur í kvennaflokki. Valsmenn náðu þeim árangri að leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða, einir íslenskra liða. Karlalandsliðið tók ekki þátt í stórmóti á keppnistímabilinu.
Karlaflokkur
1. deild
Víkingar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla á fullu húsi stiga. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
HK féll niður um deild. ÍR fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
2. deild
Fylkir sigraði í 2. deild og tók sæti HK í 1. deild. Þróttur og KA léku aukaleiki um réttinn til að fara í umspil við næstneðsta lið 1. deildar. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
Þór Vestmannaeyjum féll í 3. deild. Þór Akureyri fór í umspil við næstefsta lið 3. deildar.
Úrslitaleikir um 2. sæti
- Þróttur - KA 21:16
- Þróttur - KA 26:21
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
- Þróttur - ÍR 21:19
- ÍR - Þróttur 13:17
3. deild
Breiðablk sigraði í 3. deild og tók sæti Þórs Ve. í 2. deild, þjálfari liðsins var Sigfús Guðmundsson. Akranes hafnaði í öðru sæti og komst í umspil gegn næstneðsta liði 2. deildar. Keppt var í 8 liða deild með tvöfaldri umferð.
Úrslitaleikir um sæti í 2. deild
- ÍA - Þór Ak. 27:27
- Þór Ak. - ÍA 23:20
Bikarkeppni HSÍ
Haukar sigruðu í bikarkeppninni í fyrsta sinn eftir úrslitaleiki gegn KR. 18 lið tóku þátt í keppninni.
1. umferð
16-liða úrslit
KR – UBK 26:21
8-liða úrslit
Undanúrslit
Úrslitaleikur
- Haukar - KR 18:18. Liðin þurftu að mætast að nýju til að knýja fram úrslit.
2. úrslitaleikur
Evrópukeppni
Evrópukeppni meistaraliða
Valsmenn kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og komust alla leið í úrslit.
1. umerð
8-liða úrslit
- Valur - Drott, Svíþjóð 18:19 og 18:16
Undanúrslit
- Valur - Atletico Madrid, Spáni 21:14 og 18:15
Úrslit
Evrópukeppni bikarhafa
Víkingar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa. Liðið sat hjá í fyrstu umferð, en tapaði fyrir sænsku liði í 16-liða úrslitum.
16-liða úrslit
- Víkingur - HEIM, Svíþjóð 19:23 og 19:22
Kvennaflokkur
1. deild
Framarar urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki kvenna. Keppt var í átta liða deild með tvöfaldri umferð.
Grindavík féll niður um deild. Þór Ak. fór í umspil við næstefsta lið 2. deildar.
Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, varð markadrottning með 112 mörk.
2. deild
Akranes sigraði í 2. deild eftir úrslitaleiki gegn Ármanni. Ármannsstúlkur töpuðu í umspili gegn næstneðsta liði 1. deildar og komust því ekki upp um deild.
A-riðill
B-riðill
Úrslitaleikir um 1. sæti
- ÍA - Ármann 17:15
- Ármann - ÍA 11:11
Úrslitaleikir um sæti í 1. deild
Þór Ak. sigraði Ármann í tveggja leikja úrslitaeinvígi.
Bikarkeppni HSÍ
Framstúlkur sigruðu í bikarkeppninni í eftir úrslitaleik á Akureyri gegn Þórsurum. Fimmtán lið tóku þátt í keppninni.
1. umferð
8-liða úrslit
Undanúrslit
- Ármann - Þór Ak 18:22 (e.framlengingu)
- Valur – Fram 14:21
Úrslitaleikur
Evrópukeppni
Evrópukeppni meistaraliða
Framstúlkur kepptu í Evrópukeppni meistaraliða.
1. umferð
- Fram - Neistin, Færeyjum 13:6
- Fram - Neistin 18:9
16-liða úrslit
- Fram dróst gegn TSV Bayer 04 Leverkusen frá Vestur-Þýskalandi, en varð að gefa leikina vegna of mikils ferðakostnaðar.
Landslið
Karlalandsliðið bjó sig undir B-keppni sem halda skyldi í Frakklandi árið 1981. Jóhann Ingi Gunnarsson sagði skyndilega af sér starfi landsliðsþjálfara, en Hilmar Björnsson tók við starfi hans.