Guðmundur Hjaltason (17. júlí 1853 - 26. janúar 1919) var íslenskur kennari og skólamaður. Guðmundur fæddist á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Hann var efnilegur námsmaður og var styrktur til mennta af Jóni Jónssyni landritara og nokkrum bændum á Seltjarnarnesi. Guðmundur fór til náms í Vonheimsskólann í Noregi en skólastjóri þar Kristófer Bruun var vakningamaður og boðberi Grundtvigsstefnunnar í Noregi.
Þegar skólanámi hans í Vonheim lauk fór Guðmundur til Danmerkur í lýðháskólann í Askov. Þar var hann þrjá vetur og var þar fyrst við nám en síðar við kennslu í norrænum fræðum og sögu.
Hann fluttist til Íslands eftir sjö ára dvöl erlendis, ferðaðist um Suðurland fyrsta sumarið og flutti fyrirlestra. Síðan réð hann sig í kaupavinnu til séra Arnljóts prests á Bægisár og var þar í tuttugu sumur. Á sumrin vann hann ýmis störf en á veturna fékkst hann við kennslu.
Guðmundur hélt skóla veturinn 1883— 1884 skóla fyrir tíu til þrettán drengi úr Þingeyjarsýslu í Laufási hjá séra Magnúsi, föður Jóns Magnússonar, sem síðar varð forsætisráðherra. Guðmundur stofnaði svo skóla á Oddeyri sem starfaði 1884—86, og fékk til þess styrk úr opinberum sjóði. Oddeyrarskólann sóttu 24 menn. Engin próf voru í skólanum því Guðmundur taldi próf gera meira illt ein gott.
Eftir það fór Guðmundur austur í Kelduhverfi og var kennari þar og í Axarfirði og Mývatnssveit í ellefu ár.
Guðmundur fór fyrirlestraferðir til Noregs. Hann átti þar ýmsa vini svo sem Henrik Ibsen og Björnstjerne Björnson.
Kona Guðmundar var Hólmfríður Björnsdóttur. Hann dó úr spænsku veikinni.
Heimildir