Gunnar Felixson

Gunnar Felixson (fæddur 14. mars 1940) er íslenskur fyrrverandi fótboltamaður. Hann var meðlimur í landsliði Íslands í fótbolta á árunum 1961 til 1966 þar sem hann spilaði 7 leiki og skoraði 2 mörk. Hann spilaði fyrir Knattspyrnufélag Reykjavíkur frá 1959 til 1970 og varð með þeim fjórum sinnum Íslandsmeistari og sex sinnum bikarmeistari. Hann tók þátt í fyrstu Evrópuleikjum KR og varð fyrsti íslenski leikmaðurinn til að skora mark í slíkri keppni er hann skoraði mark gegn Liverpool á Evrópukeppninni 1964-65.[1][2][3]

Bræður Gunnars, þeir Hörður Felixson og Bjarni Felixson, spiluðu báðir með honum í KR og með íslenska landsliðinu. Árið 1963 lék bræðurnir þrír saman fyrir Ísland í tveimur leikjum gegn Englandi.[4]

Tilvísanir

  1. „Fimmtugsafmæli Gunnars Felixsonar“. Dagblaðið Vísir. 19. mars 1990. bls. 33. Sótt 21. september 2023 – gegnum Tímarit.is.
  2. Steinþór Guðbjartsson (1. desember 2022). „Stjarna KR skín skært“. Morgunblaðið. Sótt 21. september 2023.
  3. „Gunnar varð fyrstur til að skora mark hjá "Rauða hernum". Tíminn. 22. júlí 1979. bls. 7. Sótt 21. september 2023 – gegnum Tímarit.is.
  4. Magnús Orri Schram (23. febrúar 1997). „Tek einn leik fyrir í einu“. Morgunblaðið. bls. B8–B9. Sótt 25. apríl 2021 – gegnum Tímarit.is.

Ytri tenglar