Grafarós á Höfðaströnd, skammt sunnan við Hofsós, er ós Grafarár og þar lentu skip stundum fyrr á öldum. Þar var komið á fót verslun árið 1835 og var þar um skeið annar helsti verslunarstaður héraðsins. Verslunin var lögð niður árið 1915. Þar sjást rústir eftir verslunar- og íbúðarhús og eru þær friðlýstar.
Heimildir