Gleym mér ei styrktarfélag eru félagasamtök stofnuð til að styðja við einstaklinga og foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Tilgangur félagsins er að bæta stuðning og umgjörð við foreldra sem missa og standa vörð um hagsmuni þeirra, sem og auka skilning samfélagsins á þeirri sorg sem fylgir missi á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Anna Lísa Björnsdóttir, Þórunn Pálsdóttir og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir stofnuðu Gleym mér ei haustið 2013. Sameiginleg reynsla þeirra af missi á meðgöngu færði þær saman með það að markmiði að styðja betur við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu.
Gleym mér ei á Íslandi er aðili að alþjóðlegu samtökunum International Stillbirth Alliance.
Tenglar