Gecko

Merki Boot 2 Gecko (sem núna heitir Firefox OS)

Gecko er frjáls myndsetningarvél fyrir vefsíður. Hún er þróuð af Mozilla Foundation og Mozilla Corporation og þekktasti vafrinn sem notar hana er Firefox. Gecko er skrifuð í C++ og keyrir á mörgum stýrikerfum. Hún er gefin út með Mozilla Public License-notkunarleyfi.

Upphaf Gecko má rekja til þess að Netscape ákvað að þróa nýja myndsetningarvél fyrir Netscape-vafrann árið 1997. Á þeim tíma var Internet Explorer að leggja undir sig vaframarkaðinn og Netscape þótti vera að dragast aftur úr. Árið eftir var Mozilla-verkefninu hleypt af stokkunum og nýi myndsetningarkóðinn, sem upphaflega hét Raptor, gefinn út með opnu leyfi. Þetta þýddi að endurskrifa þurfti næstu útgáfur Netscape-vafrans. Árið 1999 keypti America Online Netscape og tók við þróun myndsetningarvélarinnar. Árið 2003 sagði fyrirtækið upp þeim forriturum sem enn unnu við Gecko og Mozilla Foundation tók alfarið við þróuninni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.