Fáni Botsvana var tekinn í formlega notkun 30. september 1966. Fáninn er ljósblár með með láréttri svartri línu í miðjunni sem aftur er með hvítum línum sitt hvorum megin.
Hæð á móti breidd er 5:8 en hlutföll milli lituðu línanna er 9:1:4:1:9.
Blái liturinn táknar vatn, og þá sérstaklega regnvatn, og kjemur frá kjörorðinu á skjaldarmerkinu;: Pula (Sem er Tswana og þýðir: „Megi það rigna“). Svörtu og hvítu línurnar tákna friðsemd milli ólíkra fólkahópa í landinu og vísa ennfremur til zebra-hestanna í skjaldarmerkinu.