Francis Schaeffer

Francis A. Schaeffer
Fæddur30. janúar 1912
Dáinn15. maí 1984 (72 ára)
StörfEvangelískur kirkjuleiðtogi, trúarlegur heimspekingur og rithöfundur
MakiEdith Seville Schaeffer
BörnPriscilla Sandri, Susan Macaulay, Deborah Middelmann, Frank Schaeffer

Francis August Schaeffer var amerískur evangelískur kirkjuleiðtogi, trúarlegur heimspekingur og rithöfundur. Hann var þekktastur fyrir að stofna með konu sinni, Edith Seville Schaeffer, L´Abri sem var evangelískt trúarsamfélag með búsetu í Sviss.

Æfi

Francis var fæddur í Bandaríkjunum og stundaði nám í Hampden sydney háskóla þar sem hann útskrifaðist árið 1935 og giftast hann Edith Seville það sama ár. Francis fór síðan í prestaskóla í Baltimore sem hét Faith Theological Seminary þar sem hann útskrifaðist árið 1938. Hann starfaði svo sem prestur í Pennsylvaníu og Missouri en flutti síðan til Sviss árið 1948 þar sem hjónin stofnuðu L´Abri samtökin árið 1955. Samtökin vöktu mikla athygli og þá sérstaklega hjá ungu fólki. Þau voru síðan stækkuð og voru þau þá í Svíþjóð, Frakklandi, Hollandi, Kanada, Bretlandi og Bandaríkjunum. Francis hélt áfram að starfa að samtökunum þar til hann dó úr krabbameini árið 1984.

Áhrif á pólitík

Francis hafði mikil áhrif á að koma fylgjendum mótmælendatrúar til áhrifa í pólitík á áttunda og níunda áratugnum. Aðal baráttumál hans var að berjast gegn fóstureyðingu og kom hann skoðunum sínum gegn fóstureyðingu á framfæri með bók sinni A Christian Manifesto ásamt bók og kvikmyndaseríu að nafni Whatever Happened to the Human Race. A Cristian Manifesto sem gefin var út árið 1981 af Francis var ætluð til þess að sporna gegn Kommúnistaávarpinu og var álit Francis í að ástæðan fyrir vandamálum veraldar væri vegna þess að samfélagið væri að víkja frá kristnu hugarfari.

Tenglar

http://www.labri.org/

Heimildir

Fyrirmynd þessarar síðu var síðan um Francis Schaeffer á ensku Wikipedia