Francis Beaufort

Sir Francis Beaufort. Olíumálverk eftir Stephen Pearce 1855-56, National Maritime Museum, Greenwich, London.

Francis Beaufort (f. 27. maí 1774 – d. 17. desember 1857) var flotaforingi í breska sjóhernum. Árið 1805 bjó hann til kvarða til að mæla vindstyrk, Beaufort-kvarðann. Beaufort-eyja, óbyggð eyja á Suðurskautslandinu, er nefnd eftir honum.