Hannes Finnsson þýddi „La Belle et la Bête“ sem Sagan af skrímslinu góða og gaf hana út árið 1797.[1]
Leikritið Amour pour amour eftir Pierre-Claude Nivelle de La Chaussée var skrifað aðeins tveimur árum eftir útgáfu bókar Villeneuve og árið 1771 samdi André Grétry óperuna Zémire et Azor sem naut mikilla vinsælda. Nýjasta útfærsla sögunnar er kvikmyndin Fríða og dýrið frá 2017.